Ekki datt mér í hug

að ég ætti nokkurn tíma eftir að vera sammála Gunnlaugi frjálshyggjugúbba um nokkurn skapaðan hlut, en orð hans í Silfri Egils áðan um bankakerfi voru eins og töluð úr mínu hjarta. Hann var náttúrulega þarna til að verja frjálshyggjuna sína en lýsing hans á bankakerfinu var fín en mig langar að bæta svolitlu við hana. Hann sagði réttilega að bankar búi til peninga þó hann sleppti því að tala um vexti, (sem eru stórfurðulegt fyrirbæri) trúlega til að einfalda myndina. En er það ekki svo að ef bankar búa til peninga og framleiða ekkert annað eru þeir þá ekki í raun að búa til verðbólgu? Framleiðsla á "raunverulegum" verðmætum er sú sama en ef framboð af peningum eykst þá hækkar verð þessara verðmæta og þannig verður til verðbólga.

Ummæli

Vinsælar færslur