2009

Nú þegar árinu 2009 er að ljúka verð ég að viðurkenna að það sem helst einkenndi það ár er þjófnaður. Íslenskur almenningur hefur verið rændur virðingu sinni og aleigunni á einu bretti. En þjófarnir voru að þeir héldu klárir og góðir en í raun heimskingjar í heimsku kerfi og því munu þeir ekki verða sóttir til saka. Árið 2008 settu þeir Íslendinga á hausinn og nú taka aðrir vitfirringar til við að drekkja Íslenskum almenningi. Árið 2010 verður verra en árið 2009.

Ég get ómögulega skilið hvers vegna vinstrimenn létu hafa sig út í það að fara í stjórn og taka við ástandinu sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn bjuggu til. Þeir hljóta að vera vitfirrtir. Það þurfti reyndar að neyða Jóhönnu í dansinn. Réttast hefði verið að láta frjálshyggjupakkið svíða undan eigin hlandi. Ég er stundum spurð að því hvort eitthvað sé kennt um það hvernig maður hagar sér í pólitík í stjórnmálafræði. Ég get blessunarlega sagt að það fer frekar lítið fyrir flokkapólitík í stjórnmálafræði. Ætlirðu að fara í pólitík ættirðu að fara í markaðsfræði eða hafa þann einfalda sannleik að leiðarljósi að fólk er fífl og viljirðu ná kjöri skalt þú haga þér eins og eitt.

Ben Bernanke "seðlabankastjóri" BNA var valinn maður ársins af Time.



Það er gott að fá þessa skýringu frá Time. Ég treysti þessum karli ekki frekar en ég treysti Henry Paulson, Ken Lewis, John Thain, Dick Fuld eða Timothy Geithner.

ég er eitthvað óskaplega þung þegar ég skrifa þetta enda er ég að lesa Harm englanna eftir Jón Kalman Stefánsson. Sagan gerist í íslenskum kulda, þar sem hver andardráttur harðbrjósta bænda er barátta við náttútuöflin. Þar segir:
"Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur á fjöllum"

Ummæli

Vinsælar færslur