Áróður 1948
Ég hef lengi ekki verið sannfærð um þetta "heimurinn er alltaf að verða betri" tal. Enn ein sönnunin á því að allir hlutir eru ekki betri í nútímanum eru þessi áróðursmyndbönd sem voru gerð rétt eftir seinni heimsstyrjöldina af John Halas og Joy Batchelor. Þessar ríflega átta mín. löngu teiknimyndir eru listavel gerðar í alla staði. Fullar af húmor, frábærri tónlist og tónninn einhvernvegin kæruleisislega yfirlætislegur.
Vélrænu Barbí- tölvuteiknimyndirnar eru svo hjákátlega vondar við hlið þessara að það er næstum móðgun við mannkynið.
Vélrænu Barbí- tölvuteiknimyndirnar eru svo hjákátlega vondar við hlið þessara að það er næstum móðgun við mannkynið.
Ummæli
Tilgáta: í gamla daga voru gerðar þrjár-fjórar góðar teiknimyndir á ári, og mun færri vondar, af því að það var svo dýrt og erfitt að gera teiknimynd. Og í dag eru gerðar sjö-átta góðar teiknimyndir á ári, og mun fleiri vondar, af því að það er orðið ódýrara og auðveldara að gera teiknimynd. Og þér yfirsjást þessar góðu í nútímanum og þessar vondu í ljóma sleginni fortíðinni — af því að þú horfir í gegnum svona, þú veist, gleraugu.
Bara tilgáta sko. :-)
Litla stúlkan með eldspýturnar grætir mig alltaf. Borodin samdi þó ekki tónlistina sérstaklega fyrir hana. Það væri gaman að sjá nútímasögu með nútímatónlist þar sem engu væri til sparað- líst vel á það Hildigunnur.
Við Baldur (sonur minn) skemmtum okkur vel yfir ráðagóða einmenningstaflmanninum :)
Ég fer þó ekki ofan af því að mér líkar betur handteiknuðu teiknimyndirnar. Gamli Bangsímon hreyfir sig bara fallegar en sá nýji. En það er bara það sem mér finnst, enda er ég með gleraugu :)