The Geography of Bliss

One Grump´s Search for the happiest Places in the World

Ég las þessa bók í fyrra þegar hún kom út og var svo sem ekkert sérlega hrifin. Ég gerði mér kannski of miklar væntingar um það almennilega yrði tekið á hamingjunni, sem mér finnst vera voða spennandi viðfangsefni. Þetta var nú samt ágætis skemmtilesning og hann fór nokkuð förgum orðum um þjóð mína svo ég var nokkuð sátt. Það er skondið að kaflinn um Ísland hefur yfirskriftina:

Happiness Is Failure



Höfundurinn Eric Weiner heldur því fram að Íslendingar þurfi ekki peninga til að vera hamingjusamir. Hann segir þá leita hamingjunnar annars staðar, í áfengum veigum og menningu!

Svo það verður drukkið, dansað og kysst?

Ummæli

Vinsælar færslur