Unless we are decisive Britain faces bankruptcy

Will Hutton skrifar fyrir The Observer:

"t's no wonder that so many Icelanders are angry. They live in a country bankrupted by the excesses of their bankers, who took on liabilities 10 times the nation's GDP, betting billions in Britain's property bubble. Bailed out only by a jumbo IMF loan, inflation and interest rates are now 18% and rising. Many are considering emigration. Only membership of the euro, if it can be secured, offers a lifeline.

Ireland made the same bet, and on Friday the government had to nationalise its third biggest bank - Anglo Irish. Like the Icelandic banks, it had been speculating in Britain's property bubble. The joke across the Irish sea is that the only difference between Ireland and Iceland is one letter and six months. But there is another, more crucial, difference. Ireland is in the euro; otherwise, like Iceland, it would be bust."

Þetta gleður kannski þá sem halda því fram að íslenska efnahagsástandið sé algerlega ættað utan úr heimi. En ekki gleður þetta evrópusmbandsandstæðinga. Það er þó algerlega ljóst að ekki kemur það okkur vel að heimurinn sé að sökkva í kring um okkur. Akkúrat þegar við þyrftum að hafa eitthvað að halda okkur í. Einhverja til að kaupa þessar blessuðu erlendu eignir sem eiga að dekka hitt og þetta. En fyrir svona einfeldninga eins og mig þá vaknar sú spurning hvort ekki sé bara hægt að láta skuldirnar hverfa eins snögglega og "peningana" sem búnir voru til? Líklega myndi það hvort eð er kalla á styrjöld... Það er samt ansi skrítið að vakna svona þræltimbraður erfir ímyndunarfyllerí!


Ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir Gísla Marteini, en hann segir á bloggsíðu sinni:

"Aðeins einn flokkur hefur verið með inngöngu í ESB sem stefnumál; Samfylkingin. Sannfæringin hefur þó ekki verið sterkari en svo að kosningar eftir kosningar hefur hún ekki þorað að gera ESB að kosningamáli, en kvartað svo undan því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa „sett ESB á dagskrá“. Þessa dagana ætlar Samfylkingin hinsvegar að nýta sér ófremdarástand í efnahagsmálum Íslands til að afla ESB fylgis. Það er ódýr tækifærismenska."

Svona skrif renna stoðum undir þá hugmynd að stjórnmálamenn hafi fyrst og fremst áhuga á völdum. Það er kannski bara rétt að spúla dekkið og skipta um áhöfn?

Ummæli

Vinsælar færslur