Nýtt ár

Loksins lét ég verða af því að fara í ræktina. World Class lyktaði af áramótaheitum svita og það var hálf furðulegt að koma þarna inn aftur. Það virðist svo ótrulega mikið hafa breyst síðan í ágúst. En innandyra var allt eins og það var, aðeins verðskráin hafði bólgnað, annars var allt á sínum stað. Jafnvel Páll Óskar.
Ég er reyndar ekki að fara að reyna að losa mig við eitthvað af mér. Ef ég léttist verð ég alveg rasslaus. Ég er aftur á móti undirlögð af vöðvabólgu og sjúkraþjálfarinn segir að ég verði að fara að hreyfa mig ætli ég ekki að heimsækja hann tvisvar í viku það sem eftir er. Ég er alveg til í nuddið en ég verð að losa mig við svimann og höfuðverkinn. Það er eins gott að sjúkraþjálfarinn hafi rétt fyrir sér því ég fórna stjórnsýslunni fyrir spriklið...

Ummæli

Vinsælar færslur