Jólalestur
Dagblaðalestur hefur að mestu legið niðri í langan tíma. Það er furðulegt að eftir smá tíma er ég hætt að tengja morgnanna við blaðalestur. Það er facebook með hafragrautnum og svo bækur (andlitslausar) með kaffinu. En auðvitað er hvort eð er ekkert uppörvandi í fréttum þessa dagana.
Furðulegt hvað ég streðaði mikið við jólaundirbúningin núna. En börnin mína gera allt þess virði. Ég á fallegustu strákana í öllum heiminum. En á Þorláksmessu var ég virkilega farin að hlakka til skáldsögulesturs á jólanótt. Í jólapökkunum leyndust tvö eintök af Vetrarsól Auðar Jónsdóttur. Unaðslegt að lesa loksins a íslensku. Verst hvað maður er fljótur. Ég gaf Gunnari Hvernig ég hertók höll Saddams eftir Börk Gunnarsson og fékk að lesa hana efir að ég hafði lokið við Vetrarsól. Sú bók er alveg jafn slæm og titillinn. Hún fjallar um hann sjálfan og afrek hans í Írak þar sem hann var á vegum íslensku friðargæslunnar. Ég segi afrek vegna þess að hún er mest um það hvaða fólk hann náði að vefja um fingur sér og hvað hann var góður í fótbolta. Hin meinta ástarsaga snýr að því að hann saknar kærustunnar á Íslandi. Honum tekst þó ekki að gera kærustunni önnur skil en þau að hann botnar ekkert í henni því hún er svo mikil tilfinningavera og svo auðvitað hefur hún brjóst. Þau eru honum afar hugleikin og hann er svo ánægður með samlíkingu sína með þeim og hermannahjálminum að hann notar hana ítrekað í bókinni. Honum tekst ekki að gera eina einustu persónu lifandi fyrir utan kannski sjálfan sig og þegar hann er búinn að röfla um hvað hann er duglegur á 70 blaðsíðum er ég löngu búin að missa áhugann. Sem betur fer er bókin bara 159 blaðsíður.
Gott að geta huggað sig við stafakarlana og svona prýðilegar konur eins og Auði Jónsdóttur.
Furðulegt hvað ég streðaði mikið við jólaundirbúningin núna. En börnin mína gera allt þess virði. Ég á fallegustu strákana í öllum heiminum. En á Þorláksmessu var ég virkilega farin að hlakka til skáldsögulesturs á jólanótt. Í jólapökkunum leyndust tvö eintök af Vetrarsól Auðar Jónsdóttur. Unaðslegt að lesa loksins a íslensku. Verst hvað maður er fljótur. Ég gaf Gunnari Hvernig ég hertók höll Saddams eftir Börk Gunnarsson og fékk að lesa hana efir að ég hafði lokið við Vetrarsól. Sú bók er alveg jafn slæm og titillinn. Hún fjallar um hann sjálfan og afrek hans í Írak þar sem hann var á vegum íslensku friðargæslunnar. Ég segi afrek vegna þess að hún er mest um það hvaða fólk hann náði að vefja um fingur sér og hvað hann var góður í fótbolta. Hin meinta ástarsaga snýr að því að hann saknar kærustunnar á Íslandi. Honum tekst þó ekki að gera kærustunni önnur skil en þau að hann botnar ekkert í henni því hún er svo mikil tilfinningavera og svo auðvitað hefur hún brjóst. Þau eru honum afar hugleikin og hann er svo ánægður með samlíkingu sína með þeim og hermannahjálminum að hann notar hana ítrekað í bókinni. Honum tekst ekki að gera eina einustu persónu lifandi fyrir utan kannski sjálfan sig og þegar hann er búinn að röfla um hvað hann er duglegur á 70 blaðsíðum er ég löngu búin að missa áhugann. Sem betur fer er bókin bara 159 blaðsíður.
Gott að geta huggað sig við stafakarlana og svona prýðilegar konur eins og Auði Jónsdóttur.
Ummæli