Gamlársdagur

Þá er það síðasti dagur ársins. Það er næstum eins og maður voni að maður vakni á nýju ári við það að þetta hafi allt saman verið bara djók. Útrásarvíkingarinir að sýna hvað þeir eru rosalega flinkir og þeir hafi bara verið að plata heiminn eins og hann leggur sig. Í kryddsíldinni á eftir verði allt saman afhjúpað og við horfum á stjórnmálamennina með tárin í augunum hlæjandi yfir allri vitleysunni. “Auðvitað er Ísland ekkert á hausnum”. Kannski verður Steingrímur smá reiður og ekki alveg eins mikið faðmandi Lárus og Hreiðar. Svo verður farið í gegn um það í smáatriðum hvernig víkingarnir borguðu heimsbyggðinni til að vera með í plottinu. Brown verður jafnvel mættur í símaviðtali til að segja frá því hvað það var erfitt að fá pressuna til að kaupa allt bullið. Færeyingar fá peningana sína til baka með vöxtum og kannski eitt stykki tónlistarhús fyrir vinsemdina. Geir verður að taka upp nýársávarpið aftur og Óli örugglega að taka fram fleiri orður. Jiiiii hvað ég hlakka til að skála fyrir ekki bara einkununum mínum heldur því að ég hafi í raun efni á rauðvíninu sem ég skála í.

Annars var þetta ár bara fínt. Furðulegt hvað ég er alltaf meira með hugann við framtíðina en fortíðina á gamlársdag. Ég strengi ekki áramótaheit en yfirleitt reyni ég að ákveða að leggja mig meira fram á næsta ári. Ekkert skrítið að ég sé að farast úr stressi. Og kannski stundum svoítið framlág. Það verður einmitt fyrsta verkefni nýja ársins og losna við vöðvabólguna.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já, það gerðist víst eitthvað aðeins annað þarna í kryddsíldinni...

Gleðilegt ár bara samt!
Þetta átti bara að vera smá sniðug óskhyggja en varð hálftíma seinna bara frekar ósmekklegt...gleðilegt ár sömuleiðis.
Nafnlaus sagði…
Gleðilegt ár Karen mín:) áramótakveðja - Lísa

Vinsælar færslur