The Shock Treatment

Í dag átti að fara yfir kaflann Gender in world politics og ég hafði orðið vör við örlítið kurr vegna þess. Þetta er ekki alvöru mál, bara eitthvert vesen í örfáum herskáum kvennsum. Silja Bára byrjar á að fara yfir kaflann en tekur svo upp á því að sýna okkur heimildamynd um ofbeldi gegn konum. Hún er í nokkrum hlutum og hún sýndi einn hluta í einu og talaði aðeins á milli. Það sem kom fram í mydninni er eitthvað sem allir vissu. Samt var mjög áhrifaríkt að sjá þetta allt samantekið. Ég var samt komin með æluna upp í háls þegar þessu lauk og þegar hún bauð okkur að vera lengur og ræða þetta forðaði ég mér bara því ég gat ekki meir. Ef ég héldi bókhald um álit mitt á mönnum þá hefði hún fengið stóran plús í dag hún Silja Bára.
Morð á stelpum í Kína og á Indlandi.
Afskurður kynfæra kvenna.
Heimilisofbeldi.
Nauðganir sem stríðsvopn.

Ég fór úr tímanum full algerum viðbjóði á mannlegu samfélagi.

Í sambandi við umræðuna um það að nú ættu konur að "fá völdin".
Sko. Nei konur ættu ekki að fá völd á silfurfati- hahaha eins og það verði fundið í rústunum....
En. Nú ætti að ráða fólk út frá öðrum eiginleikum. Nú þurfum við fólk sem tekur ekki áhættu. Fólk sem hugsar áður en það framkvæmir en ekki aftir á. Fólk sem getur séð gjörðir sínar í víðu samhengi og hugsar ekki bara um gróðann um næstu mánaðarmót. Og þá sjáum við "jafnréttið" í verki.
Hlýtur það ekki að vera?

Ummæli

Vinsælar færslur