"Nú liggur á að finna hverjir bera ábyrgð á óförum Íslendinga."

Hvað á að standa í þessari Hvítbók?

Eins og ég skil þetta þá tóku allir þátt í að dásama hið frjálsa fjármálakerfi. Er það ekki? Íslendingar hafa tekið afstöðu í kosningum til þess að hér ætti að einkavæða sem mest, og þá sérstaklega bankana. Fjármálakreppur eru fylgifiskar frjáls fjármálakerfis. Þannig virkar markaðurinn. Hann sveiflast til og frá og tekur dýfur þegar hann þarf "að stilla sig af".

Stjórnmálamenn höfðu í stíl við hugmyndafræðina afsalað sér völdum yfir fjármálakerfinu. Þeir bjuggust bara alls ekki við því að fá hinn ósýnilega hnefa markaðarins í andlitið fyrir vikið.

Nú þarf að þerra blóðnasirnar og binda hendur markaðarins...eða að minnsta kosti kenna honum mannasiði.

Ummæli

Vinsælar færslur