Kaffihlé
Hvílíkt öryggisleysi
að lifa
sjá dagana koma og fara
og geta ekkert gert
til að stöðva þá
sjá þá verða að vikum
mánuðum árum
og hugsa: á sama hátt
verða dagarnir að öldum
og hverju máli skiptir þá
þessi laugardagur
söngur nautabanans í útvarpinu
strigaskórnir mínir
og steinninn sem ég sit á?
Ingibjörg Haraldsdóttir.
að lifa
sjá dagana koma og fara
og geta ekkert gert
til að stöðva þá
sjá þá verða að vikum
mánuðum árum
og hugsa: á sama hátt
verða dagarnir að öldum
og hverju máli skiptir þá
þessi laugardagur
söngur nautabanans í útvarpinu
strigaskórnir mínir
og steinninn sem ég sit á?
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Ummæli