Helgarröfl

Unaðslegur tími haustið.....

Hér er barist um snuddur. Synirnir eru ekki sammála okkur foreldrunum um það að gera þær útlægar af heimilinu.

Á síðu 5 í morgunblaðinu á föstudag er heilsíðu auglýsing um "Haustráðstefnu atvinnulífsins". Samkvæmt auglýsingunni eiga að taka þar til máls 31 karl og engin kona. Það er ekki oft sem maður rekst á svona kvenmannsleysi nú til dags. Ég var satt að segja svolítið hissa. Sem betur fer.

Í Fréttablaðinu í gær er viðtal við Hallgrím Helgason. Hér á heimilinu eru skiptar skoðanir um hann og var því skemmtilegt að lesa fyrir bóndann upp úr viðtalinu þar sem hann líkir Sjálfstæðisflokkum við kommúnistaflokkinn Rússneska, Davíð við Pútín og Geir Haarde við Medvedev. Ég hef alltaf gaman af svona gassalegum samanburði. Hann gengur alltaf alla leið hann Hallgrímur. Ekkert hálfkák. Örugglega skemmtilegur maður. Annar skemmtilegur er Gunnar Smári Egilsson. Hann hefur gjarnan ferska sýn á hlutina og reynir oft að setja þá í sögulegt samhengi. Skil ekkert í því afhverju hann var ekki velkominn í ráðhúsið?

Ummæli

Gonzo sagði…
Hallgrímur besservisser hefur álíka sannleiksást og Göbbels og er jafn veruleikafirrtur og Ahmadinejad.

Skoh, ekkert hálfkák hjá mér. Þá hlýt ég líka að vera skemmtilegur.
sonasona, þú ert auðvitað voða skemmtilegur líka :)

Vinsælar færslur