Morgunþankar

Flest okkar láta klukku hringja til að vekja okkur á morgnana. En ég þekki einn ungann mann sem lætur minna sig á að fara að sofa. Það er nú þó svo að hann þarf líka að láta vekja sig en mér hefur alltaf þótt það dálítið skondið þegar "nú áttu að fara að sofa" pípið fer í gang. Það er þó mjög auðvelt fyrir hann að láta pípið sem vind um eyru þjóta.

Þegar bróðir minn var yngri átti hann afskaplega erfitt með að vakna og þá tók hann upp á því að fá einhverskonar timastilli á hljómflutningstækin sín og þegar tími var kominn til að vakna fóru þau í gang af miklum krafti og vöktu alla í hverfinu. Ef hægt væri að fá samskonar stilli til að slökkva á tölvum á ákveðnum tíma væri líklegra að næturgöltrarar kæmu sér í bólið áður en morgna færi. Sama væri hægt að gera við sjónvarpstæki. Þá gætu foreldrar komið svona búnaði á rafbúnað í herbergjum barna sinna og unglinga og uppskorið breiðari bros og bjartari augu við morgunverðarborðið.

Er þetta ekki góð hugmynd?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Trobbúlið er náttúrulega að þetta píp virkar (bersýnilega) ekki fyrir fimmaur. En að vakna við tónlist er vanmetið!

Vinsælar færslur