Bókarkápa

"Maður ætti aldrei dæma bók af kápunni" sagði einhver spök manneskja.

Ég snéri forsðíðu bókarinnar niður þegar ég labbaði að afgreiðsluborðinu á bókasafninu. Hana prýðir mynd af föngulegum hópi karla á skræpóttum sundfötum. Þeir eru allir hávaxnir og fallega skornir.

"Hvað er ég búin að koma mér út í?" hugsa ég og brosi vandræðalega til afgreiðslustúlkunnar.

Það virðist vera þannig að bækur um femínisma séru þær vinsælustu í Bókhlöðunni. Þau dugleg í kynjafræðinni greinilega. En ég vinn verkefni sem gengur út á það að finna heimildir á ákveðnum stað af ákveðinni gerð og bækurnar eru bara flestar úti. Ég verð að reyna að gera mér kroppana að góðu......

Ég tek fram að höfundur bókarinnar er karlkyns félagsfræðingur og skrifar um karlmennsku.

Ummæli

Vinsælar færslur