Menningar....

Í tilefni dagsins skíðaði ég í heila klukkustund í dag. Er reyndar farin að keyra í Kópavog til að ná í danstónlist. Ég verð að viðurkenna að World Class stöðvarnar sjá mér fyrir hvatningunni í ræktinni. Tónlistin er yfirleitt af verri endanum en takturinn er það sem ég sæki í. Ég þoli ekki danstónlist og þessi endurvinsluaðferð fer ekki vel í eyru. Yfirleitt er hún best ef hún er það vel endurunnin að ekkert heyrist af upprunanum. En ef púlsinn er milli 130-150 í klukkutíma get ég örugglega hlaupið svolítið á eftir strætó er það ekki?


Ég fór ekkert í tækjasalinn en lagði mín lóð á vogarskálar nýsköpunarinnar!!! hahaha?

Ég sem sagt tók S.L.Á.T.U.R. í rigningunni og flutti blóðvolga marsa blá á höndum. Ég veit ekki hvort dómnefndin sækir svona í að halda í trendið en sá mars sem vann keppnina heitir Lifrarpylsumarsinn. En ekki ætla ég að hún (dómnefndin) hafi verið með banana í eyrunum.

Ég fagna framtæki Stlátraranna. Blásturstónlist er eitthvað svo skemmtilega laus við prik í rassinn. Hún þarf ekki að glíma við þann elítisma sem óperutónlistin glímir við held ég.

Nú þegar vetrarstarf, skólastarf kórastarf..... er að hefjast, held ég að það sem við öll ættum að stefna að er að vera amatörar. Sú,sá sem elskar! Ég er pungsveitt (hef þó ekki pung) við að kenna nemendum mínum tónstiga. Ef ég kenni þeim að elska tónlist, þá eru tónstigar engin fyrirstaða......

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ha, kórastraff? :D

Sá ykkur S.L.Á.T.U.R. liða (mikið hrikalega er leiðinlegt að skrifa þetta) þramma upp Bankastrætið og Laugaveg, var að spá í hvort þetta sé mögulega fyrsta skiptið sem hefur verið marserað UPP þessar götur?

Vinsælar færslur