Bókablogg

Nú er ekki lengur í tísku að blogga. Nú er það bara facebook sem rokkar. Eða þannig. En það er ekkert gaman að hanga þar til lengdar. Síðurnar eru allar meira og minna eins og svo sem ekkert spennandi að sjá. Í bloggþorsta mínum er ég því komin í það að lesa bókablogg og New Yorker. Veit þó vel að ég á góðar bækur að lesa en þær hafa bara ekki alveg nógu hátt þessa dagana.

Haruki Murakami er líka í tísku. En ég forðast allar tískubækur. Því miður. Ég bara ræð ekkert við það. Þó hef ég lesið tvær bækur eftir hann. Norwegian Wood og South of the Border, west of the Sun. Hrifin af báðum. Ég held meira að segja að ég hafi lesið Norvegian Wood bæði á ensku og íslensku. Svo byrjaði ég á þriðju bókinni hverrar nafn er gleymt og kláraði ekki. Það gerist næstum aldrei að ég klári ekki bækur. Og þetta situr dáldið í mér. Mig minnir reyndar að önnur bók hafi bara togað svona fast í mig að ég lagði Murakami til hliðar. Svo lenti hann í kassa. Og dúsir þar enn. Ég er þó alveg til í að gefa bókinni sem fer að koma út sjens. Hún heitir What I talk about when I talk about running. Annars rakst ég á þennan lista. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil endilega lesa það sem er í tísku. Það er svo gott að vita af öðrum með sömu bækurnar. Í sama heimi. Ástæðan fyrir því að ég geri það ekki að ég er ekki viss um að tískubækurnar séu nógu góðar. Og ég hef ekki tíma til að lesa ógóðar bækur. Ég er samt ánægð með að hafa vitað töluvert af þessum lista. Hef lesið töluvert um hann, en ekki nóg af bókunum hans.

Ummæli

Vinsælar færslur