Álfar og tröll

Hvað sem má segja um tilvist álfa og trölla þá er það margsannað að þær skepnur eru til sem stela gítarnöglum. Mamma var vön að segja þegar ég var yngri og fann ekki eitthvað að ég þyrfti bara að bíða aðeins því álfarnir hefðu fengið að láni en þeir myndu svo skila. Þannig komu hlutirnir í leitirnar þá. En þeir sem taka gítarneglur eru ekki eins tillitsamir.
Eða hefur þetta eitthvað með það að gera að ég þarf að temja mér betri umgegni?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
betri umgegni, held ekki! blame it on the troles

Vinsælar færslur