17 júní

Ljúft að vera íslendingur í dag er það ekki?
Deginum í dag hefur verið fullnægt með hoppuköstulum á mínu heimili. Íslenski fáninn bandaríski bjáninn og svo ís og grill. Velti því fyrir mér hvernig það verður þegar þessi dagur fer að snúast um popphljómsveitir í lélegu hljómkerfi og sætar stelpur.

Rekst annars eitthvað illa í tilverunni þessa dagana. Þá á ég ekki endilega við olnbogaskotin sem ég fæ hér og þar. Úff sleppi því að fara út í vandræðalegar pælingar um hin ýmsu skot. Flýti mér að skrifa þetta áður en ég upphugsa einhverja dellu.

Og ætti núna að slá um mig ryki með því að segja frá sumarferðum og pylsuáti. Hmmm já eða pulsuáti. Er farin að sjá fyrir mér einhverja fáránlega mynd af munki að sveifla um sig reykelsi í rykmettaðri kirkju með pylsubragð í munninum. Jamm ég sé ekki mjög vel. Og kemst greinilega ekki mjög langt frá dellunni. En hvað um það. Þetta blogg fær örugglega ekki að standa lengi heldur. Ritskoðunin sko.

Ummæli

Vinsælar færslur