Ástin á tímum kólerunnar
Í 24 stundum í dag er fjallað um mynd sem gerð er eftir bókinni sem ég er að lesa. Blaðamaður (trausis@24 stundir.is) er ekki sérlega hrifin af myndinni, segir hana ofurhæga og einhæfa og líkir henni svo við ritraðir Rauðu seríunnar. Bókin er aftur á móti feikilega vel skrifuð. Ég verð þó að viðurkenna að mér brá aðeins fyrir svefninn í gær. Ég er búin að lesa ríflega 100 blaðsíður þar sem tepruskapurinn flæðir gersamlega yfir allt saman og svo skellir hann þessari lýsingu fram svona þegar ég er loksins búin að segtja mig inní það að það sé í raun glæpsamlegt að horfast í augu.
"Eina nóttina þegar hann hætti lestri fyrr en venlulega og stefndi að kömrunum, þá heyrði hann að dyr opnuðust fyrir framan hann í auðum ganginum og arnarkló greip um skyrtuermina hans og lokaði hann inni í klefa. Varla hafði hann fundið aldurslausan konulíkama í rökkrinu, löðrandi heitum svita og með öran andardrátt, þegar honum var ýtt á bakið upp í koju og konan leysti beltissylgjuna, reif upp tölurnar og skellti sér klofvega ofan á hann og svipti hann sæmdarlaust sveindóminum. Bæði féllu deyjandi í tóm botnlauss djúps sem ilmaði af rækjufjöru. Hún lá síðan andartak ofan á honum, andstutt, og hætti að vera til í myrkrinu." (bls 125)
Ég efast um að þetta sé í anda Rauðu séríanna. A.m.k. ekkert í ætt við Ísfólkið sem ég las þegar ég var unglingur. Mér finnst þetta ógeðslegt. Hvers konar fantasía er þetta eiginlega?
Arnarkló? Ilmaði af rækjufjöru? En samt sæmdarlaust? Henni tókst þó að hætta að vera til!!!
"Eina nóttina þegar hann hætti lestri fyrr en venlulega og stefndi að kömrunum, þá heyrði hann að dyr opnuðust fyrir framan hann í auðum ganginum og arnarkló greip um skyrtuermina hans og lokaði hann inni í klefa. Varla hafði hann fundið aldurslausan konulíkama í rökkrinu, löðrandi heitum svita og með öran andardrátt, þegar honum var ýtt á bakið upp í koju og konan leysti beltissylgjuna, reif upp tölurnar og skellti sér klofvega ofan á hann og svipti hann sæmdarlaust sveindóminum. Bæði féllu deyjandi í tóm botnlauss djúps sem ilmaði af rækjufjöru. Hún lá síðan andartak ofan á honum, andstutt, og hætti að vera til í myrkrinu." (bls 125)
Ég efast um að þetta sé í anda Rauðu séríanna. A.m.k. ekkert í ætt við Ísfólkið sem ég las þegar ég var unglingur. Mér finnst þetta ógeðslegt. Hvers konar fantasía er þetta eiginlega?
Arnarkló? Ilmaði af rækjufjöru? En samt sæmdarlaust? Henni tókst þó að hætta að vera til!!!
Ummæli