Brúðkaupsbragur Gunnars Jakobs og Karenar Erlu

Kærasti frændi og Karen mín Erla,
kom loks að því að á baugfingrum meirla
hringar sem tákna að hjón séuð nú.
Hamingjuóskir því, Gunnar og frú.

Þótt heillengi virðist þið þurft haf 'að hugsa,
þá hreint ekki hafið þið verið að slugsa;
einn, tvo , þrjá drengina eigið í dag.
Enginn er vafi, á því kunnið lag.

En lítum nú örlítið lengra til baka.
Látum oss sjá hvað hér til er að taka.
Man ég er mætti í heim þennan drengur;
móður og föður svo dýrmætur fengur.

Brátt leið svo æskan við bóknám og leiki
og bráðum á flygilinn flinkur varð feiki.
Karate stundaði af kappi um skeið.
Keiks svo í Háskólann Gunnars lá leið.

Leiddist þó piltinum lögfræðisvið,
en lunkinn hann undi sér verkfræði við.
Í Háskólakórnum svo hóf sína raust.
Í heilmiklu snérist, jafnt sumar og haust.

Já, Gunnar er einstakur, góður og vænn,
græskulaus, launfyndinn, klár bæð'og kænn.
Margt hefur lesið,- á mannviskuforða.
Maður hann samt ekki margra er orða.

Síðla það gerðirst á síðustu öld
að sveinstaulinn góði var úti um kvöld.
Í Háskólakórpartý hugfanginn leit
hýrlega meyju úr Mosfellsins sveit.

Úr flautunni laðar hún fínustu hljóð,
femíníska hætti hún boðar af móð.
Heilland'er Karen með hárið sitt ljósa.
En helst mætti leiðbeina henni að kjósa.

Annars, hvað var það sem ykkur dró saman?
Af hverju hafið þið til dæmis gaman?
Jú, tónlist og heimspeki telja þar má.
Tónvisst og hugsandi fólk hér má sjá.

Granda á vegi þau gistu um hríð,
góð var svo Arnar í smáranum tíð.
Á Strandvegi tíðkast sá fornfrónski siður
að samhent þau börnunum hlaða þar niður.

Margt er þeim gefið og mikið að þakka,
margar Guðsgjafir er' í þeirra pakka.
Best þó af öllu í brúðhjóna fari
er Baldur og Jakob og Sigurður Ari.

Þótt byrjað á hafi þau öfugum enda,
þá hjóna í bandinu sjáum loks lenda.
Gleði og gengis við óskum þeim öll.
Gæfan þau elti um lífshlaupsins völl.

Helga Möller.

Ummæli

Fjóla Dögg sagði…
Gaman að fá að sjá þetta. Ég dáist af fólki sem getur sett svona saman. Kannski að við tölum við hana þegar okkur vantar hjálp með ratleiki, kortaskrif og annað...

Vinsælar færslur