Steggur
Minn heittelskakði var rifinn úr bólinu stundvíslega klukkan átta á laugardagsmorgun. Þar voru ekki að verki synir hans eins og venjulega heldur vinir hans. Ég horfði sem sagt á eftir honum hér rétt upp úr átta eitthvert út í sveit. Farið var með hann í Adrenalíngarðinn og svo í mat á hótel Sögu og svo í brasilískt jiu jutsu sem er einhverskonar bardagaaðferð. Hann kom svo heim allur lurkum laminn. Svo fór hann aftur í mat og skrall og kom heim einhvertíma þegar ég var sofnuð. Ég dauðvorkenndi honum að fá þessa meðferð en hann alsæll með harðsperrur!
Merkilegt.
Merkilegt.
Ummæli
Svo fékk ég líka smjörþefinn á hvernig þetta jei jissú (hvernig sem það er skrifað) í gær, var lamin í gólfið...
kv Marín