Veikindi

Hér eru enn og aftur veikindi. Nú erum við að hefja fjórðu veikindavikuna í röð. Ég er að mygla. Ég er reyndar sú sem er ekki komin í sýklalyfjaáskrift en allir aðrir hafa legið og sumir oftar en einu sinni.

Ég setti myndir á netið. Hangi svo á facebook. Sá að Orlando Bloom var víst að kyssa stelpurnar í partýi eftir Óskarsverðlaunahátíðina. Ekki amalegt fyrir þær. Híhí. Gott hjá honum að reyna að gefa eins mörgum af sér eins og hann treystir sér til.

(já ljótt af mér að hlutgera manninn svona. Verð samt að bæta við fyrst ég er komin út á svona hála braut að ef það er ástæða fyrir einhvern að klæðast svörtum kufli frá toppi til táa þá er það hann sem ætti að gera það til að hlífa sér fyrir áreiti kvenmanna. Og náttúrulega til að forða konum frá því að missa stjórn á sér.)

Jæja, nú eru allir orðnir brjálaðir út í mig!!!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hann er algjörlega þinn, þessar skvísur eru bara fylgihltir, eins og fallegt veski :D
talandi um að hlutgera ;)
he he he
-M
Nafnlaus sagði…
Orlando Bloom er einn sá flottasti:)
Vonandi að öllum fari að líða sem allra best.

Vinsælar færslur