Gæs
Rétt fyrir hádegi hringir síminn og kona í símanm kynnir sig og segir mér að hún hafi verið búin að panta sal Karlakórs Reykjavíkur á undan mér og ég þurfi því að finna mér annan sal. Það sem gerðist þar á eftir er í adrenalínþoku en ég hringdi náttúrulega strax í manninn með veisluþjóustuna og sagði honum forviða frá símtalinu. Hann fékk líka sitt adrenalín kikk og saman klórum við okkur í hausunum yfir þessu. Það næsta sem gerist er að bjöllunni er hringt og niðri stendur maður og segist vera með stefnu ég hleypi manninum inn og tek skjálfandi við bréfinu. Ég er enn með veisluþjónustumanninn í símanum og má því ekki mikið vera að því að lesa þessa stefnu en í því ryðjast stelpurnar inn, þessar sem ég hélt að væru vinkonur mínar. Ég varð auðvitað voða fegin að það var ekki allt að fara til fjandans en það var samt dáldið neyðarlegt að útskýra þetta fyrir veisluþjónustumanninum sem hafði verið blekktur með mér.
Þegar ég hafði tekið saman það sem þær báðu um lögðum við á stað. Farið var í Mecca spa og ég fékk andlitsbað og nudd. Þær tóku svo á móti mér í pottinum með freyðivín og ávexti. Svo borðuðum við svolítið og spjöluðum. Ég var ekki alveg búin að jafna mig eftir hádegið og því dálitið tortryggin að velja lög til að syngja!
Þegar við höfðum svo tekuð okkur til eftir sturtuna fórum við í stúdíó þar sem ég átti að syngja þessi lög. Ég var voða smeik til að byrja með en mikið svakalega var þetta gaman. Ég var hálf treg að hætta en þæt náðu mér þó út. Með annað kikk í kroppnum. Þá fórum við í Gallerí Fold þar sem tekið var á móti okkur og farið með okkur um safnið. Ákaflega skemmtilegt. Þetta var svona eins og einka listasýning þar sem við röltum með freyðivín og virtum fyrir okkur safnkostinn. Mikið gaman og akkúrat fyrir mig.
Þá var farið á Njálsgötuna þar sem beið okkar dekkað borð og rauðvín. Tapas, typpakaka og Prima Donna. Ég hef svo sem alltf þótt voða vænt um vinkonur mínar, en það er alveg einstök tilfinning að finna að þær kunna líka að meta mig. Annars hefðu þær aldrei lagt þetta á sig. Þær skipulögðu allt það sem mér finnst skemmtilegt og hlóðu svo á mig fullt af gjöfum í ofanálag.
Ég veit ekki alveg hverju er mest um að kenna en ég er alveg ónýt í dag. Adrenalín, endorfín, freyðivín, rauðvín, endorfín, freyðivín, rauðvín, teqila! Ónýt og alsæl.
Elsku Angelíka, Dagný, Ella Stína, Fjóla, Helga, Marín, María, Linda og Lísa.
Takk, takk, takk, takk fyrir mig.
Þegar ég hafði tekið saman það sem þær báðu um lögðum við á stað. Farið var í Mecca spa og ég fékk andlitsbað og nudd. Þær tóku svo á móti mér í pottinum með freyðivín og ávexti. Svo borðuðum við svolítið og spjöluðum. Ég var ekki alveg búin að jafna mig eftir hádegið og því dálitið tortryggin að velja lög til að syngja!
Þegar við höfðum svo tekuð okkur til eftir sturtuna fórum við í stúdíó þar sem ég átti að syngja þessi lög. Ég var voða smeik til að byrja með en mikið svakalega var þetta gaman. Ég var hálf treg að hætta en þæt náðu mér þó út. Með annað kikk í kroppnum. Þá fórum við í Gallerí Fold þar sem tekið var á móti okkur og farið með okkur um safnið. Ákaflega skemmtilegt. Þetta var svona eins og einka listasýning þar sem við röltum með freyðivín og virtum fyrir okkur safnkostinn. Mikið gaman og akkúrat fyrir mig.
Þá var farið á Njálsgötuna þar sem beið okkar dekkað borð og rauðvín. Tapas, typpakaka og Prima Donna. Ég hef svo sem alltf þótt voða vænt um vinkonur mínar, en það er alveg einstök tilfinning að finna að þær kunna líka að meta mig. Annars hefðu þær aldrei lagt þetta á sig. Þær skipulögðu allt það sem mér finnst skemmtilegt og hlóðu svo á mig fullt af gjöfum í ofanálag.
Ég veit ekki alveg hverju er mest um að kenna en ég er alveg ónýt í dag. Adrenalín, endorfín, freyðivín, rauðvín, endorfín, freyðivín, rauðvín, teqila! Ónýt og alsæl.
Elsku Angelíka, Dagný, Ella Stína, Fjóla, Helga, Marín, María, Linda og Lísa.
Takk, takk, takk, takk fyrir mig.
Ummæli
Það var mjög skemmtilegt að skipuleggja þennan dag og gaman að fá að dekra svolítið við þig. Vona að þú fyrirgefir okkur byrjunina á deginum einhvern tíma ;-)
Kv. Linda
Fæ enn "ó mæ gad" tilfinningu þegar ég hugsa um upphaf dagsins. En þetta var samt svo gaman :)
knús Marín
Svo er bara að festa dag fyrir hvítvínsmökkun... veist aldrei hvort upp rennur annar í gæsun;)
kv Lísa
Marín