Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni dagsins hefur fyrirtæki keypt heilsíðuauglýsingar sem eiga að draga kaupendur að lágu verði á leikföngum. Mín verðkönnun sýnir að betra er að versla í Hagkaupum en þessari verslun sem í verðkönnuninni var sögð heita "Bara fyrir börn". Í auglýsingunni er aftur á móti búið að strika yfir þennan hluta blaðagreinar um verðkönnunina sem annars er birt áróðrinum til stuðnings. Það er greinilegt að þarna eru ekki seld leikföng fyrir íslensk börn. Mér finnst reyndar að verslunin ætti frekar að heita "Bara fjögur börn".

Annars fyrir ykkur sem nennið ekki að keyra út í hraunið til að spara eina krónu þá er þetta bara sama rándýra plastdraslið og annars staðar. Notið tímann frekar til að lesa bók fyrir börnin.

Ummæli

Vinsælar færslur