Skömmustuleg

Ég heimsótti leikfangaverslun á Smáratorgi í gær. Ég reyndar beið ekki í röð, en ég lét glepjast af múgæsingnum. Vonbrigði. Búðin er ljót. Eins og Bónus, nema bleikur gólfdúkur hér og þar. Og svo allt fullt af drasli. Engin ævintýraheimur. Bara fokdýrt drasl sem hefur bara merkingu rétt á meðan það er tekið úr kassanum. Nýtt tákn um félagslegan hreyfanleika. Eitthvað álíka gáfulegt.

Ummæli

Vinsælar færslur