Bókakaffi

Í ferð minni á Súfistann í dag rak ég augun í undirskriftalista sem lá þar frammi þar sem fólk var hvatt til þess að mótmæla uppsögn samnings Súfistans og bókabúðarinnar um rekstur bókakaffisins. Til stendur að úthýsa Súfistanum og fá Te og kaffi til að reka kaffihús í staðinn. Jú auðvitað eru Súfistamenn ósáttir við þetta. Þeir hafa hingað til getað selt dýrasta kaffið í bænum út á stemminguna í búðinni. Þeir "stálu" líka skattalækuninni af viðskiptavinum sínum en það gerði Te og kaffi ekki. Því segi ég burt með Súfistann. Þó vona ég að Te og kaffi muni selja kaffið í margnota bollum en ekki frauðplastglösum eins og það gerir í Eymundssyni í Austurstræti. Alvöru kaffi drekkur maður úr alvöru bollum takk fyrir.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég elska hvað þú elskar kaffi!
luv m

Vinsælar færslur