komið haust

Sumarfríið er á enda. Þetta hefur verið bara hið fínasta sumar þrátt fyrir að við höfum lítið ferðast. Við fórum tvisvar í sumarbústaðinn og ég fór einu sinni í húsmæðraorlof saumaklúbbsins. Önnur ferðalög voru ekki á dagskrá. Við ákváðum að vera heima ekki síst í ljósi svaðilfaranna í spánarferðinni í fyrra. Samt höfðum við heilmikið fyrir stafni og þetta var bara alls ekki eins svakalegt og ég hélt þetta myndi verða. Ég er samt voða fegin að það er að koma haust. Mér finnst það besti tími ársins. Krakkarnir ekki orðnir hundleiðir í skólanum og þegar september er liðinn eru jólin alltaf á næsta leiti.

hmmm...

er þetta ekki fínnt í tilkynningarskylduna í bili?

Ummæli

Vinsælar færslur