Veisluhöld

Þá erum við búin að fagna 65 ára afmæli og þurfum ekki að hafa áhyggjur fyrr en eftir 5 ár næst. Eða þannig. Mikið ofsalega var þetta gaman. En líla alveg hræðilega mikil vinna. Við mamma stóðum tvo daga í eldhúsinu og ég var algjörlega búin á því eftir laugardagskvöldið. Úff!! En það var alveg æðislegt að fá alla og ég held að fólk hafi skemmt sér mjög vel. Ég er allavega alsæl ;)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já þú sko kannt að halda veislur, það fer ekki á milli mála. Takk fyrir mig við skötuhjúin vorum alsæl þegar við komum heim.
kv Marín
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir okkur, frábær veisla í alla staði.

Verð að taka það fram að þegar við vorum að bíða eftir leigubíl um kvöldið þá kemur par sem á heima í blokkinni og konan ældist út úr leigubílnum. Spúaði síðan vel á stéttina hjá ykkur, beint fyrir utan útidyrahurðina.
Vona bara að nágrannarnir ykkar haldi ekki að það hafi verið ykkar gestir er stóðu fyrir þessum ósóma!

Andrés.
Nafnlaus sagði…
Ojjj

Æðisleg veisla Karen og Gunnar. Hún verður tekin til fyrirmyndar um næstu helgi.

Takk kærlega fyrir mig.
Fjóla
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir komuna allir,
Ég er svolítið hrædd um að mínum gestum verði kennt um herlegheitin!!!

Ég hlakka til að mæta hjá þér Fjóla,

og takk enn og aftur fyrir mig:)

Vinsælar færslur