Þjóðhátið

Mér tókst að fara yfir myndir og setja á fjölskyldusíðuna. En þær eru aðallega frá 2006. Ég á enn eftir eitthvað. Ég valdi ekki alveg betsa daginn til að sitja við tölvuna. Ég varð náttúrulega að fara í bæjinn með fjölskylduna. Við náðum í skottið á skrúðgönunni og svo voru skoðaðir hoppukastalar og hlustað á Söngvaborg. Allt voðavoða gaman. Svo bakaði ég þjóðhátíðarvöfflur og við fórum á Markarflöt í grill. Þeir voru alveg passlega spenntir yfir þessu peyjarnir mínir. Þetta verður erfiðara þegar það hættir að þykja flott að fara í Gaðrabæ og við þurfum að fara að troðast í Reykjavík. Það er alveg ótrúlegt hvað blöðrur eru mikið mál þegar maður er tveggja ára. En voða krúttlegt líka. Það var samt svolítið erfitt að hátta tvo kúta sem voru fastir við risastórar gasblöðrur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Tí hí hí, blöðrustrákar.

Er ekki alltaf skemmtilegast að vera þar sem vinirnir eru? Held að ég hafi eytt fyrsta reykviska 17. júní þegar ég var orðin háöldruð á þrítugsaldri. Hlégarður stóð alltaf fyrir sínu.

bestu Marín

Vinsælar færslur