Þar var lítil klausa í Fréttablaðinu eða Blaðinu í gær sem stendur eitthvað í mér. Þessi litla grein var um það hvernig á að hengja myndir upp á vegg en í lok greinarinnar segir skrifari að hvernig sem maður hengir myndir upp þá ætti maður bara að hafa myndir sem að endurspegla mann sjálfan og segja eitthvað um mann. Mér finnst þetta stórfurðulegt. Er ekki nóg að finnast myndin flott? Hann segir eitthvað í þá áttina að ef þú hefur engan áhuga á sjómennsku þá ættir þú ekki að hafa mynd að fiskverkakonu upp á vegg hjá þér. Afhverju ekki? Er maður þá að þykjast vera eitthvað sem maður er ekki?

Þetta útskýrir náttúrulega allar myndirnar af englum að stunda frístundir. Engill í golfi, engil með fótbolta... Það er aragrúi af fólki með myndir af fjöllum heima hjá sér. Eru það sérstakar týpur? Það eina sem vantaði í greinina var að útlista hvaða myndir henta hvaða lífsstíl. Lífsstíllinn er neflinlega eitthvað sem allt almennilegt fólk hamast við að "skapa" .

Jæja nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum. Læt fylgja með link á síðu málara sem málar svakalega flottar myndir að mínu mati. Hvað segir það um mig?

www.vidir.tk

Ummæli

Nafnlaus sagði…
En endurspegla myndirnar sem manni finnast flottar ekki einmitt mann sjálfan? Mér finnst það alla vegna sýna meiri karakter en englar í golfi eða að spila á flautu.

Hlakka til að sjá þig í kvöld.
Fjóla
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir frábært kvöld í gærkvöldi. Þetta var allt saman alveg rosalega flott og gaman. Skemmtilegur félagsskapur, góður matur, gott rauðvín. Gaman gaman........
Kv. Linda

Vinsælar færslur