Þar sem ég er í miðjum klíðum við að lesa bókina No Logo eftir Naomi Klein hljómuðu orð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Lesbókinni í gær ansi hranalega. Þar reynir hann að yfirfæra orðið jöfnuður á frjálshyggju. Það voru einkum orð hans um hugsanir kapitalista sem fóru fyrir brjóstið á mér. Hann segir:

"Kapitalistar hugsa (ef til vill sem betur fer) aðeins um peninga. Þeir spyrja ekki hvernig bakarinn er á litinn, heldur hvernig brauðið er á bragðið."

Þeir spyrja heldur ekki hvernig fólkið sem vinnur í verksmiðjum í þriðja heiminum á að fara að því að kaupa sér brauð til að lifa. Ójá þeim er sama hvernig fólkið er á litinn, þeir gæta þess vel að eiga ekki verksmiðjurnar sem halda fólki í þrældómi. Þeir spyrja aðeins hvernig er hægt að græða eins mikla peninga og hægt er á neyð fólksins og fátækt.

Ummæli

Vinsælar færslur