úff!

Hún var ekki beinlínis lömuð. Kannski bara smádofin eftir klukkustunda hlustun. Klukkustunda ferðalög skynjunarinnar um vitsmunastarfið. Pælingar sem leisast upp í upplifun. Tilfinningar sem spila á vitsmunina. Skynjun á söng og merkingu.

Og svo allt í einu eitthvað annað líf. Áreiti sem krafðist svörunar. Og hún vildi allt í einu vera sæt svo hún þyrfti ekkert að segja. Hún þyrfti ekki að svara. Allt fast í meltingarfærunum og svo óljóst. Pirruð yfir því að fá ekki að liggja á meltunni. Standandi á blýstri og hann svo hissa í augunum. Svona biðjandi einlæg eða biðjandi um einlægni? Hún vissi það ekki. Stóð bara stamandi og allt of stór í þessu litla rými. Einhvernvegin allt of stór þarna inni þar sem enginn hafði sungið sitt síðasta. En hún kom ekki upp orði. Gremjan fossaði um líkama hennar þegar hún sá vonbrigðin í augum hans. Hann hafði búist við meiru frá henni.

Hvaðan kom þessi aðlaðandi strákskæti hans? Var þetta bara ljóminn af sviðinu? Lét hún sviðsljósið blekkja sig? Lét hún sviðsljósið glepja sig?

Á meðan hún reyndi af alefli að halda andlitinu og púsla saman heimsmyndinni til að koma henni fyrir í þessari heimskulegu kjallarakompu.

Á meðan feiri nýböðuð andlit. Hún vissi hún þyrfti að koma sér í burtu. Heyrði skallið fossa en fann sér meinað að ausa úr sínum brunni. Bara allt tómt, dofið.... lamað.

Hún gat ekki munað að hann væri svona fagur.

Ummæli

Vinsælar færslur