Bókaskápur rithöfundar

Lengi hef ég furðað mig á dálki sem birtist alla jafna í lesbókinni og heitir "bókaskápur rithöfundar" eða eitthvað svoleiðis. Mér datt fyrst í hug að myndin væri fylgjandi grein sem reyndi að finna áhrifavalda skáldsins. En myndinni fylgdi aðeins örstutt setning frá skáldinu um bókasafnið.

Síðan hafa birst meðal annars bókaskápar Guðrúnar Helgadóttur, Gerðar Kristnýjar, Sigurðar Pálssonar, Jón Kalmans Stefánssonar og Thors Vilhjálmssonar.

Er sem sagt búið að Innlits-útlistvæða Lesbókina?

Gerður Kristný á til dæmis alveg hrikalega stælí (og rándýra) Montana bókaskápa. Hvað segir það um skáldskapinn hennar?

Ummæli

Vinsælar færslur