Aftur á kaffihús
Vegna viðbjóðsins í síðustu viku ákvað ég að fara á annan stað í dag. Ég prófaði að fara á bókakaffið í Austurstrææti sem var opnað núna fyrir jól. Ég byrjaði á því að þræða göturnar í leit að bílastæði en lagði svo bara við Bæjarins bestu (sem eru horfnar!?). Eftir að fara skoðað mig vel um í bókabúðinni og fundið það sem mig langaði að glugga í settist ég á kaffihúsið. Þar var því miður ekkert hlýrra en á Súfistanum en allt voða nýtt og flott. Rosa flotir stólar t.d. En ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með vöruúrvalið. Og svo fékk ég kaffi í pappamáli! Hrikalega lásí. Ég skil ekki alveg afhverju. Ég keypti líka crossaint og það var borið fram á glerdiski svo trúlega er uppþvottavél á staðnum. Afgreiðslumaðurinn var fúll og það var ekki hægt að fá ábót á kaffið. Það er hins vegar hægt að fá í Te og kaffi í Smáralind. Tónlistin var alveg notaleg en þrátt fyrir flottu og þægilegu stólana fer ég á Súfistann í næstu viku.
-Með tóma blöðru.
-Með tóma blöðru.
Ummæli