Það eru ýmsar hræringar í sálarlífinu þessa dagana. Þær má aðallega rekja til bókar sem ég er að lesa. Hún heitir The Meaning of the 21st Century eftir James Martin. Ofsalega hef ég oft vonað að sá maður sé bara rugludallur. En ég er hrædd um að það sé hann ekki. Árið 2005 kom hann á fót stofnun innan Oxford háskóla. Hlutverk hennar er að koma auga á lausnir við helstu viðfangsefnum mannkynsins á 21 öldinni. Það þarf ekki að koma á óvart að vandamálin tengjast helst ástandi jarðarinnar, lofthjúpsins umhverfis hana og mannfjölgun. Ennfremur eru miklar vangaveltur um tækni og þróum hennar. Í bókinni er lögð áhersla á að setja fram lausnir á vandamálunum en einnig er lögð mikil áhersla á að leggja þurfi grunninn að þeim ekki seinna en núna!

Ég hvet alla læsa að lesa bókina. Ég er hálf miður mín yfir því sem börnin mín munu að öllum líkindum upplifa!!

Ummæli

Vinsælar færslur