Skammdegislyndi

Ég verð að viðurkenna að mér finnst skammdegið notalegt. Það er fátt betra en að setjast með blaðið og kaffibolla við kertaljós um morgun þegar það er ekki alveg orðið bjart. Mér líður yfirleitt betur á verturna. Nema ég verð rosalega þurr í húðinni en ég er samt alveg á því að ég hafi fæðst á réttum stað í heiminum fyrir mig. Bara ekki réttum tíma. Hmmm... er ekki viss um að það hafi verið gaman hér árið 1950. Trúlega er þetta allt saman bara akkúrat eins og það á að vera.

Og svo jólin! Jibbí!

Ummæli

Ég er nú meira sumarbarn. Ég þoli ekki kuldann og slabbið á veturna þó ég kunni alveg að meta kertaljósið.
Fjóla
Helga'Netta sagði…
Ég dýrka veturna, mér finnst þessi tími bestur. Sérstaklega þegar snjórinn kemur og umlykur okkur, snilldar afsökun til þess að kúra undir sæng með eiginmanninum og ylja sér.....:)
Nafnlaus sagði…
...já jólin eru sko að koma var í svaka jólaskapi í gær.

En varðandi þurra húð, er það ekki bara græn ólívu olía áður en maður fer í háttinn... það virkar vel!

knús Marín

Vinsælar færslur