Kakkalakkar?

Það er alveg ljóst að á Íslandi eru engir kakkalakkar. Væru þeir hér hefðu þeir löngu frétt af veislunni á Strandveginum. Ég er viss um að lyktin af kexmilsnunni finnst langt upp á heiðar.

Ég get ekki hlustað á eða lesið kvæðið um jólaköttinn án þess að fá tár í augun. Svona hefur þetta alltaf verið og virðist ekkert vera að þverra. Treysti mér ekki til að syngja þetta fyrir börnin mín því þetta er svo hrikalegur texti, og svo fer ég alltaf að gráta!

Ætli jólasveinar séu mikið fyrir kex?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
En við höfum nóg af krakkalökkum...
Krakkalakkar sem búa til hin góðu lífsskilyrði fyrir kakkalakkana.
GJB

Vinsælar færslur