Ég er að reyna að koma með af stað. Ég þarf að trekkja mig aftur upp og fara að gera eitthvað. Mér hefur tekist að lesa eina bók á þessu ári og það er alveg að verða búið. En ég fór og fékk mér bókasafnsskírteini og strauk bókunum aðeins. En ég lagði bara í eina bók og nú er ég búin með hana og er að undirbúa aðra ferð á bókasafnið. Ég las Náðarkraft eftir Guðmund Andra Thorsson. Bókin er svolítið skringilega uppbyggð og fór ekki alveg þangað sem mér fannst hún hafa lofað mér að fara, en hvað um það.
Það fer bara svo illa í mig að sveiflast milli þess að vera ég og að vera í skítnum og klístrinu hérna.
Ég var að lesa örlítið um Fútúrisma í listum í byrjun tuttugustu aldar. Ótrúlegt hvernig fólk (karlar) vildi breyta hugsunninni. Bylting! Og svo kokhraust og fullt af orku og bjartsýni og framsýni. Hvar er þetta fólk í dag? Er það til? Hvar er það þá? Og afhverju veit ég ekki af því? Er það með heimasíðu? Eru virkilega allir að hafa áhyggjur af hagvexti. Eru allir hugsuðirnir að vinna fyrir auglýsingastofur? Listamenn að mála appelsínur skálum til að selja húsmæðrum í Garðabæ fyrir hundruð þúsunda? Og mig langar í LCD sjónvarp!!!!
Það fer bara svo illa í mig að sveiflast milli þess að vera ég og að vera í skítnum og klístrinu hérna.
Ég var að lesa örlítið um Fútúrisma í listum í byrjun tuttugustu aldar. Ótrúlegt hvernig fólk (karlar) vildi breyta hugsunninni. Bylting! Og svo kokhraust og fullt af orku og bjartsýni og framsýni. Hvar er þetta fólk í dag? Er það til? Hvar er það þá? Og afhverju veit ég ekki af því? Er það með heimasíðu? Eru virkilega allir að hafa áhyggjur af hagvexti. Eru allir hugsuðirnir að vinna fyrir auglýsingastofur? Listamenn að mála appelsínur skálum til að selja húsmæðrum í Garðabæ fyrir hundruð þúsunda? Og mig langar í LCD sjónvarp!!!!
Ummæli
Vittu til fyrr en varir þá líkur klísturstímabilinu.
kv Marín