Þegar ég hlusta á Ellu Fizgerald þá velti ég því fyrir mér hvernig fólk treysti sér til að syngja eftir að heyra hana. Hún er fædd 1917. Það er svo margt sem ég er spennt fyrir sem átti sér stað í byrjun 20 aldar. Ég fæddist of seint! Ég hefði samt helst viljað fæðast um 1950. Eða nei um 1930! Jæja, ætli það séu fleiri sem vilja hafa fæðst á örðum tíma?

Já, grasið er alltaf grænna hinumegin er það ekki?

Ummæli

Torfi sagði…
Verandi tölvu- og tækninörður þá hefði ég svo sem alveg verið til í að fæðast í kringum árið 2200. Reyndar finnst mér nútíminn mjög spennandi og ég er viss um að ef ég hefði fæðst árið 2200 þá hefði ég óskað þess að hafa fæðst árið 1977 :)
Helga'Netta sagði…
Djúpur eins og ávalt Torfi. Ég er á því að ég hafi átt að fæðast um 1950. Þá hefði maður upplifað brilliant tónlist og væri kannski auðmjúkari...ekki eins spilltur og okkar kynslóð og kynslóðir á eftir virðast verða...nei segi bara svona:)
Nafnlaus sagði…
Sammála Helgu, ég held að ég hefið verið fín með blóm í hárinu, órakaða leggi og brennandi brjóstahaldara um tvítugt...
kv Marín

Vinsælar færslur