Ég er svo aldeilis hissa á sjálfri mér,
ég var að lesa helgarmoggann því ég hef þennan undarlega ávana að þurfa að lesa moggann í réttri röð og sleppa helst ekki einum einasta degi. Svo er ég farin að fletta í gegn um Blaðið líka svo þetta er orðin heilmikil vinna. Jæja nóg um það. Ég er semsagt að nýta tímann meðan strákarnir sofa og spæna í gegn um sunnudagsmoggan og afrtarlega í blaðinu eru bara bíó og sjónvarpsauglýsingar og þær náttúrulega gagnslausar á miðvikudegi svo ég fletti ansi hratt en allt í einu tekur hjartaði í mér kipp. Ég rak augun í mynd og finn þessi fínu fiðrildi flögra um magan á mér. Og af hverju er myndin? Orlando Bloom!!! Ég sem hef aldrei haft eitt einasta plaggat af stjörnu af nokkru tagi upp á vegg hjá mér og fannst Tom Cruse aldrei neitt sérstaklega sætur. Jú ég átti víst nokkur góð fliss yfir Hilmi Snæ á sínum tíma en þau voru í besta falli í nösunum á mér.
Vesalings strákurinn að vera svona sætur. Ég er náttúrulega búin að gúggla hann og skoða myndir af honum á netinu til að athuga hvað gerist í kroppnum mínum. Vissulega er hann ótrúlega fallegur. En það kallar ekki á neitt fiðrildaflug að vera komin á síðu sem hefur yfirskriftina "celeb boys" og myndin er bleikinnrömmuð og fyrir ofan stendur "Bloom Room"

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hahahahaha... Karen orðinn celeb stalker!!!
Helga'Netta sagði…
Tíhíhíhí gaman að þér stelpa. Bloomerinn er reyndar aaafskaplega kjút!!

Vinsælar færslur