Draumalandið
Eina draumalandið sem ég sé fram á að komast í er Draumalandið hans Andra Snæs.
Ég var að glugga í Tímarit Hugvísindastofnunar frá árinu 2004 (númer 1) sem fjallar um lýðræði. Sá nokkrar greinar sem ég ætla að lesa en byrjaði á grein eftir Jose Saramago. Furðulegt hvað mér finnast greinar eftir rithöfunda alltaf miklu skemmtilegri og kraftmeiri en fræðimanna. Ég held það sé vegna þess hvað það er mikil tilfinning í textanum. Svolítið sama tilfinning og maður finnur í tónlist. Einhverskonar upplifun og kraftur sem er á bak við eða samofin en ekki blátt áfram. Ástríða. Það er orðið sem ég er að leita að.
Ég var að glugga í Tímarit Hugvísindastofnunar frá árinu 2004 (númer 1) sem fjallar um lýðræði. Sá nokkrar greinar sem ég ætla að lesa en byrjaði á grein eftir Jose Saramago. Furðulegt hvað mér finnast greinar eftir rithöfunda alltaf miklu skemmtilegri og kraftmeiri en fræðimanna. Ég held það sé vegna þess hvað það er mikil tilfinning í textanum. Svolítið sama tilfinning og maður finnur í tónlist. Einhverskonar upplifun og kraftur sem er á bak við eða samofin en ekki blátt áfram. Ástríða. Það er orðið sem ég er að leita að.
Ummæli
-Marín