Draumalandið

Eina draumalandið sem ég sé fram á að komast í er Draumalandið hans Andra Snæs.

Ég var að glugga í Tímarit Hugvísindastofnunar frá árinu 2004 (númer 1) sem fjallar um lýðræði. Sá nokkrar greinar sem ég ætla að lesa en byrjaði á grein eftir Jose Saramago. Furðulegt hvað mér finnast greinar eftir rithöfunda alltaf miklu skemmtilegri og kraftmeiri en fræðimanna. Ég held það sé vegna þess hvað það er mikil tilfinning í textanum. Svolítið sama tilfinning og maður finnur í tónlist. Einhverskonar upplifun og kraftur sem er á bak við eða samofin en ekki blátt áfram. Ástríða. Það er orðið sem ég er að leita að.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Fyndið, mér finnst texti eftir fræðinga alltaf miklu skemmtilegri. Hitt getur verið svo mikið bxxl, nei meinti óskiljanlegt og óraunverulegt
-Marín

Vinsælar færslur