Takk fyrir viðbrögðin stelpur :)

Ég get ekki sagt að ég hvílist betur af því að lesa, en það gefur mér miklu meira. Þetta er bara einhver sérstök heilastarfsemi. Maður fer inn í annan heim sem maður er sjálfur að búa til að vissu leyti og það er skemmtilegri upplifun en að horfa á það sem aðrir sjá fyrir sér. En ég gleymi bókum voða fljótt samt. Kanski velti ég mér ekki nógu mikið upp úr þeim. Ég veit ekki.

En nú að öðru. Ég gerði svakalega einfalldan og góðan kjúklingarétt um daginn. Uppskriftin er í Gestgjafanum en ég fór ekki alveg eftir henni. Í uppskriftinni eru ananasbitar en ég notaði sveppi í staðinn. Veit ekki hvort það hefði berið betra að nota eitthvað annað en ég er bara svo lítið fyrir ananas í mat.

2 dl Hunt´s grillsósa
2 dl matreiðslurjómi
sósujafnari
5 kjúklingabringur
2 rauðlaukar
1 dós niðursoðnir ananasbitar
rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°C. Hitið grillsósuna og rjómann í potti við vægan hita og bætið sósujafnaranum út í. Skerið kjúklungabringurnar í tvennt og raðið þeim í eldfast mót. Sneiðið laukinn, síið safann frá ananasbitunum og dreifið lauk og ananas yfir kjúklinginn. Hellið sósunni yfir og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. Dreifið þá ostinum yfir og bakið áfram þar til hann er bráðinn. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Grillsósan er svolítið karlmannleg á bragðið finnst mér en sæt og góð. Mér finnst þó alveg nauðsynlegt að nota líka salt og pipar. Fyrst ég er ekki fyrir ananas hvað gæti þá verið gott út í sósuna með lauknum?

Ummæli

Vinsælar færslur