Jæja, hér kemur uppskriftin af súkkulaðikökunni í brúðkaupi Lindu loksins.

100 g sykur
4 eggjarauður
150 g smjör
200 g súkkulaði, dökkt
1 tsk skyndikaffiduft
75 g hveiti
25 g hnetur eða möndlur, fínmalaðar

Ofninn hitaður í 180 gráður. Sykur og eggjarauður þeytt saman mjög vel. Súkkulaði og smjör brætt saman ásamt skyndikaffidufti, kælt örlítið og síðan þeytt saman við egggjablönduna. Hveiti og hnetum eða möndlum bætt varlega saman við og sett strax í vel smurt mót og bakað í 25-30 mínútur.

Linda sleppti hnetunum og ég held hún hafi líka sleppt kaffiduftinu.

Ummæli

Vinsælar færslur