Ég hef lengi ætlað mér að prófa að fara í Fylgifiska og kaupa þar fiskrétt en þar sem ég er alltaf með fullan bíl af börnum sem maður sleppir ekki lausum hvar sem er þá hefur það ekki tekist fyrr en í dag. Ég keypti tvo rétti sem voru hvor öðrum betri. Ég á alveg örugglega eftir að fara þangað aftur þegar ég verð á síðustu stundu að koma úr vinnunni og allir munnar svangir. Já það er skrítið að vera að fara að vinna aftur. Enn skrítnara að litlu börnin mín séu að fara í leikskóla. En ég er mjög bjartsýn á að þetta verði góður vetur fyrir okkur öll.
Lesnar blaðsíður um helgina: 0
Lesnar blaðsíður um helgina: 0
Ummæli
Marín
Marín