Hvað eru eiginlega samtímabókmenntir?
Bækur sem eru gefnar út á sama tíma og við lifum núna, eða þær bækur sem við erumað lesa núna?Það eru til svo svakalega margar bækur í heiminum að það er ekki séns að allir séu að lesa sömu bækurnar. Hver og einn hefur sína sýn á bækur hvers tíma. Til þess að finna út hvað samtímabókmenntir eru er trúlega best að skoða hvaða bækur hafa komið út nýlega og hvað rithöfundar þeirra eru að pæla. En lesendur eru að hugsa eitthvað allt annað.
Þegar þú lest bók þá ertu að lesa hana í framhaldi af öllum bókunum sem þú hefur lesið, og í samhengi við þær. Sú/Sá sem les aðallega breskar bókmenntir hefur aðra mynd að samtímabókmenntum en sú/sá sem les bara íslenskar bókmenntir. Sú/Sá sem les breskar bókmenntir sem hafa verið þýddar á íslensku hefur aðra mynd að breskum samtímabókmenntum en sú/sá sem les berskar bókmenntir á ensku.
Þó það sé ótrúlega boring þá er víst ágætt að vera alltaf að velta fyrir sér meginstraumum í öllum mögulegum hlutum, því annars er ekki hægt að finna það sem syndir móti straumnum. Þetta er bara svo ótrúlega leiðinlegt að vera föst í þessari flokkunar áráttu þar sem ekkert getur verið í friði frá því að vera annaðhvort með eða á móti, inni eða úti, gott eða vont, hátt eða lágt. Það er bara þetta svakalega ofboð af öllum hlutum að við þurfum endalaust að flokka og flokka til þess að vita hverju við eigum að henda. Ég vil ekki að lesa sakamálasögur því þær eru allar svo keimlíkar og ég get bara lesið takmarkað margar bækur um ævina og ég tími ekki að sóa tíma mínum í sakamálasögur.
Lífið er konfekktkassi, við smökkum alla molana og ákveðum svo hvaða mola við veljum aftur og aftur og aftur.

Ummæli

Vinsælar færslur