Það er svo skondið að skifa eitthvað inn á netið þar sem milljónir manna geta auðveldlega lesið það, en munu trúlega aldrei gera það. Bara eitt sandkorn í allri strandlengjunni sem liggur þarna fyrir allra augum og bíður eftir því að vera tekið upp. ´Nýtur allavega spennunnar sem fels í því að fela sig á milli allra hinna. Að vera ekki fundið. Hvernig talar maður þegar enginn hlustar? Hvernig talar maður þegar allir gætu heyrt? Þetta er eins og að tala íslenku í Danmörku. Þú getur sagt hvað sem er og enginn skilur þig, nema þú verðir svo óheppinn að rekast á íslending. En þú verður að taka áhættuna því líkurnar eru hverfandi.
Gott að æfa sig í því að pikka inn á þetta tölvudót. Er samt ekki að horfa í rétta átt alltaf. En þó stundum.
Ég gerði þau mistök að segja nokkrum urlið. Reyndar eru þau bara svekkt yfir því að fá ekki að leggja orð í belg. Þau verða bara að senda mér póst. Það er ágætt að fá aðeins að tala í ró og næði. Ágætt að þurfa ekki alltaf að taka allt til baka jafn óðum því það er ekki í samræmi við það sem ég hef áður sagt. Hvaða mál er þetta með að vera samkvæmur sjálfum sér? Afhverju hættir maður að sofa ef maður er staðin að því að vera ósamkvæmur sjálfum sér?
(-já Z, svör óskast-)
Gott að æfa sig í því að pikka inn á þetta tölvudót. Er samt ekki að horfa í rétta átt alltaf. En þó stundum.
Ég gerði þau mistök að segja nokkrum urlið. Reyndar eru þau bara svekkt yfir því að fá ekki að leggja orð í belg. Þau verða bara að senda mér póst. Það er ágætt að fá aðeins að tala í ró og næði. Ágætt að þurfa ekki alltaf að taka allt til baka jafn óðum því það er ekki í samræmi við það sem ég hef áður sagt. Hvaða mál er þetta með að vera samkvæmur sjálfum sér? Afhverju hættir maður að sofa ef maður er staðin að því að vera ósamkvæmur sjálfum sér?
(-já Z, svör óskast-)
Ummæli