Heklað fyrir smáfólkið - Marín Þórsdóttir

























Ég tek það fram að ég er ekki heklari en bókin er alveg dásamleg.
Hún er nokkuð persónuleg þar sem höfundur segir frá þroskaferli sínum sem heklari og segir frá upplifun sinni af móðurhlutverkinu í því samhengi. Þannig einkennist viðfangsefni bókarinnar af næmni fyrir þörfum smábarna og mæðra.




















En það er ekki bara næmni og innsæi sem setur mark sitt á bókina heldur nærvera. Þarna eru ekki bara uppskriftir af því hvernig á að hekla flugu eða fíl, heldur verða viðfangsefnin ljóslifandi fyrir augum lesandans. Fyrrihluta bókarinnar fylgja sögur sem tekst að gæða fígúrurnar lífi og ljá þeim persónuleika. Þær eru bráðskemmtilegar og lýsa vel skapandi nágluninni og vonandi hvetja aðra heklara til að skapa sínar eigin fígúrur og sínar eigin sögur til að deila með börnunum sínum.
Þetta er eðlilega sá hluti bókarinnar sem mér þykir skemmtilegastur þar sem ég hekla ekki og hann talar vel til þess hvernig börn nota ímyndunaraflið til að læra að setja sig í spor annarra með því að þykjast að vera vélmenni og geimverur.
Ánægju þeirra af því að hjóla, læra að telja, bera sverð, syngja hástöfum án þess að skammast sín og borða grjónagraut, mandarínur og auðvitað súkkulaði.
Hræðslu þeirra við að vera strítt.



En það er líka talað til veruleika fullorðinna þar sem uglan þegir þar sem hún treystir sér ekki til þess að hefja upp raust sína nema það sé örugglega fullkomlega gáfulegt sem hún hefur að segja. XOV er svo eftirtektarsamt um hárgreiðslur og hvað sem er að ekki er hægt að bjóða því í heimsókn því það sér ekkert nema ryk og drasl. Ég kannast nú eitthvað við Kerlu marglyttu.






Ég hlakka til að sjá smáfólk og foreldra þess* flækja saman allskonar flækjufurðufótum sem rekja ættir sínar til Eineygða skrímslisins, Hönnu kolkrabba, Fílsins Oddvars, Lúkasar og Gilbertínu-nærsýnu kisunnar.

*Já, pabbar geta líka helkað eftir bókinni, skrímslið það eineygða spyr auðvitað „akkuru, akkuru, akkuru ekki?“


























Hér er sannarlega bók sem kveikir hugmyndir með ást í hverri lykkju :)

Ummæli

Vinsælar færslur