Skinner eða Piazzolla?
Í örvæntingu minni reyni ég að hugsa upp leiðir til að pína mig, lokka mig, hvetja mig eða skikka mig til að sitja yfir bansettri atferlisfræðinni og því er nærtækt að beita henni á sjálfa mig því hún hefur sko öll svörin um mannlega hegðun snyrtilega nóterað í lögmál og líkön. Galdurinn er sko að spyrja bara réttu spurninganna og passa sig vel á því að kafa aldrei, ekki einu sinni kíkja inn í mannskepnuna. Fyrir þau sem reka upp stór augu þá viðurkenna fræðin jú að fólk hugsi og finni til en sú starfsemi er bara annars konar hegðun og ef hegðun er ekki sjáanleg og mælanleg hefur hún ekkert vísindalegt gildi. Takk fyrir túkall.
Svo ég reyni styrkingarsnið sem felur í sér fastan hlutfallshátt. Þá verð ég sem sagt að lesa ákveðið mikið til þess að fá styrkingu. Vandamálið er bara að ég get lesið mjög hratt án þess að læra nokkuð af viti svo það gengur eiginlega ekki að miða bara við yfirferð. Nú þá er að beita föstum tímahætti: þá verð ég að lesa í klukkustund og svo fæ ég verðlaun. Verðlaun!? Hver ættu þau að vera? Nei það er bara allt of mikið að gera til þess að hægt sé að viðhafa einhverskonar verðlaun. En segjum að ég æfi mig í helminginn af tímanum sem ég læri.
Þá er ég komin niður á concurrent schedules of reinforcement. Tvö styrkingarsnið í gangi samtímis þar sem bæði eru á breytilegum tímahætti. Þar sem tíðni styrkinga er óháð á hvoru sniði um sig ætti ég að verja meiri tíma á því sniði sem býður upp á meiri styrkingu. Það ætti sem sagt að gerast af sjálfu sér að ég eyði meiri tíma að læra fyrir prófið en að æfa mig þar sem styrkingarsaga mín er sú að það hefur virkað vel fyrir mig í fortíðinni að læra. Það ætti að gerast að ég sýndi preference fyrir atferlisfræðinnni. Verst að preference er þýtt sem dálæti á íslensku. Dálæti er allt of fallegt orð til þess að eiga við atferlisfræði. Ég ætti samt að gera mér grein fyrir því að það er betri styrking fólgin í því að læra fyrir prófið. Sem ég og geri. Auðvitað nota ég því COD (skiptitöf) svo ég komi í veg fyrir stöðugt flakk milli styrkingarsniða. Þá þarf ég að dvelja tiltekinn lágmarkstíma á styrkingarsniði áður en ég fæ styrkingu og það kemur í veg fyrir stöðugt flakk á milli lærdóms og flautuleiks.
Hlutfallsjöfnur eins og Ba/(Ba + Bb) = Ra/(Ra + Rb) lýsa samtímaframmistöðu þegar eini munurinn á valkostum er tíðni styrkingar. Sem sagt meiri svörun á því sniði sem meiri styrking fæst. Ok,ok,ok, ég mun læra fyrir prófið (þarf ekki að fara út í pörunarlögmálið) EN!: Þegar hlutfallsleg tíðni viðbragða samsvarar hlutfallslegri tíðni styrkingar er hlutfallsjafnan einfaldlega staðfesting á hlutfallsformi pörunarlögmálsins. Alhæft form hlutfallsjöfnunar getur hins vegar verið notað í aðstæðum þar sem óþekktir þættir hafa áhrif á dreifingu hegðunar. Þessir þættir framkalla markvisst brottfall frá kjörpörun en geta verið kynntir sem tveir fastar (constants, parameters) í almennri pörunarjöfnu.
úúú! Óþekktir þættir? Ég er sko viss um að í mér finnast ekki bara óþekktir þættir heldur óþekkir líka!
Ba/Bb = k(Ra/Rb)a: (power law)
Á þessu formi er jafnan þekkt sem almenna pörunarlögmálið. Í jöfnunni eru k stuðullinn og a veldisvísirinn gildin sem gefa til kynna tvær villur fyrir gefna tilraun.
En ég gæti notað Premack lögmálið sem segir til um það að hægt sé að auka tíðni hegðunar sem hefur lága tíðni við free operant rate með því að nota hegðun sem hefur háa tíðni við free operant rate. Ég vona bara að tíðni flautuspils sé nógu há til að draga upp tíðni lærdóms.
Ainsle-Rachlin lögmálið hins vegar virðist spá vel fyrir um próflestur því samkvæmt því þá minnkar afl styrkis eftir því sem tími milli ákvörðunar og þess að fá styrkinn lengist. Þess vegna er góð frammistaða í prófi ekki eins öflugur styrkir á lestur þegar langt er í það og þegar það er skammt undan. Annar styrkir sem er nær í tíma, til dæmis flautuspil, getur verið öflugri.
Ég er því að reyna að sýna commitment response með þeirri hegðun minni að velja það að læra sem minnkar líkurnar á hvatvísri hegðun.
Eftir nokkurt höfuðklór er ég því búin að átta mig á hvað peak shift er (reyndar ekkert flókið en útskýrt á einstaklega flókinn hátt að hætti bókarinnar) og hef uppgötvað í leiðinni nýtt fyrirbæri sem heitir puke drift sem lýsir klassískri annars stigs óbeitarskilyrðingu á atferlisfræði. Ég vil fá mynd af mér í bókina í hvítum sloppi haldandi á dauðri dúfu takk fyrir!
Svo ég reyni styrkingarsnið sem felur í sér fastan hlutfallshátt. Þá verð ég sem sagt að lesa ákveðið mikið til þess að fá styrkingu. Vandamálið er bara að ég get lesið mjög hratt án þess að læra nokkuð af viti svo það gengur eiginlega ekki að miða bara við yfirferð. Nú þá er að beita föstum tímahætti: þá verð ég að lesa í klukkustund og svo fæ ég verðlaun. Verðlaun!? Hver ættu þau að vera? Nei það er bara allt of mikið að gera til þess að hægt sé að viðhafa einhverskonar verðlaun. En segjum að ég æfi mig í helminginn af tímanum sem ég læri.
Þá er ég komin niður á concurrent schedules of reinforcement. Tvö styrkingarsnið í gangi samtímis þar sem bæði eru á breytilegum tímahætti. Þar sem tíðni styrkinga er óháð á hvoru sniði um sig ætti ég að verja meiri tíma á því sniði sem býður upp á meiri styrkingu. Það ætti sem sagt að gerast af sjálfu sér að ég eyði meiri tíma að læra fyrir prófið en að æfa mig þar sem styrkingarsaga mín er sú að það hefur virkað vel fyrir mig í fortíðinni að læra. Það ætti að gerast að ég sýndi preference fyrir atferlisfræðinnni. Verst að preference er þýtt sem dálæti á íslensku. Dálæti er allt of fallegt orð til þess að eiga við atferlisfræði. Ég ætti samt að gera mér grein fyrir því að það er betri styrking fólgin í því að læra fyrir prófið. Sem ég og geri. Auðvitað nota ég því COD (skiptitöf) svo ég komi í veg fyrir stöðugt flakk milli styrkingarsniða. Þá þarf ég að dvelja tiltekinn lágmarkstíma á styrkingarsniði áður en ég fæ styrkingu og það kemur í veg fyrir stöðugt flakk á milli lærdóms og flautuleiks.
Hlutfallsjöfnur eins og Ba/(Ba + Bb) = Ra/(Ra + Rb) lýsa samtímaframmistöðu þegar eini munurinn á valkostum er tíðni styrkingar. Sem sagt meiri svörun á því sniði sem meiri styrking fæst. Ok,ok,ok, ég mun læra fyrir prófið (þarf ekki að fara út í pörunarlögmálið) EN!: Þegar hlutfallsleg tíðni viðbragða samsvarar hlutfallslegri tíðni styrkingar er hlutfallsjafnan einfaldlega staðfesting á hlutfallsformi pörunarlögmálsins. Alhæft form hlutfallsjöfnunar getur hins vegar verið notað í aðstæðum þar sem óþekktir þættir hafa áhrif á dreifingu hegðunar. Þessir þættir framkalla markvisst brottfall frá kjörpörun en geta verið kynntir sem tveir fastar (constants, parameters) í almennri pörunarjöfnu.
úúú! Óþekktir þættir? Ég er sko viss um að í mér finnast ekki bara óþekktir þættir heldur óþekkir líka!
Ba/Bb = k(Ra/Rb)a: (power law)
Á þessu formi er jafnan þekkt sem almenna pörunarlögmálið. Í jöfnunni eru k stuðullinn og a veldisvísirinn gildin sem gefa til kynna tvær villur fyrir gefna tilraun.
En ég gæti notað Premack lögmálið sem segir til um það að hægt sé að auka tíðni hegðunar sem hefur lága tíðni við free operant rate með því að nota hegðun sem hefur háa tíðni við free operant rate. Ég vona bara að tíðni flautuspils sé nógu há til að draga upp tíðni lærdóms.
Ainsle-Rachlin lögmálið hins vegar virðist spá vel fyrir um próflestur því samkvæmt því þá minnkar afl styrkis eftir því sem tími milli ákvörðunar og þess að fá styrkinn lengist. Þess vegna er góð frammistaða í prófi ekki eins öflugur styrkir á lestur þegar langt er í það og þegar það er skammt undan. Annar styrkir sem er nær í tíma, til dæmis flautuspil, getur verið öflugri.
Ég er því að reyna að sýna commitment response með þeirri hegðun minni að velja það að læra sem minnkar líkurnar á hvatvísri hegðun.
Eftir nokkurt höfuðklór er ég því búin að átta mig á hvað peak shift er (reyndar ekkert flókið en útskýrt á einstaklega flókinn hátt að hætti bókarinnar) og hef uppgötvað í leiðinni nýtt fyrirbæri sem heitir puke drift sem lýsir klassískri annars stigs óbeitarskilyrðingu á atferlisfræði. Ég vil fá mynd af mér í bókina í hvítum sloppi haldandi á dauðri dúfu takk fyrir!
Ummæli