Ég eins og svo margir aðrir er með heilann á heilanum. Mér finnast ótrúlega heillandi þessi vísindi sem segjast geta sagt okkur hvernig mannshugurinn virkar með því að skoða heilann. Ég er þó örlítið hrædd við þau líka. Fólk ber meiri virðingu fyrir því sem er hlutlægt og er mælt með tækjum og því óttast ég að heilaskannarnir verði tákn um heilagan sannleika þó svo að í svo flóknum mælingum komi alltaf hinn skeikuli mannshugur við.

Það er væntanlega ekki efst á listanum yfir það sem heilasérfræðingarnir skoða en ég vildi gjarnan vita hvað gerist í heilanum þegar maður fær eitthvað lag á heilann. Er það eitthvað í minninu sem klikkar? Yfirleitt límist lagið við heilann stuttu eftir að maður heyrir það. Hvernig má það vera að sama laglínan syngi í hausnum dögum saman? Og hvernig má það vera að oft fær maður alveg svakalega leiðinleg lög á heilann?

Minnið mitt er hugsanlega of upptekið af leiðinlegum laglínum til að ég muni í hvaða þætti ég sá í sjónvarpinu að hægt var að "lesa hugsanir" með heilaskanna. Þar var viðfanginu sýnt myndir og það skoðað hvernig heilinn leit út þegar það sá myndirnar. Viðfangið var svo beðið að hugsa um eitthvað sem það hafði séð á myndunum og þá gátu rannsakendur séð af heilanum hvað viðfangið var að hugsa um.

James Martin segir í bók sinni þar sem hann spáir fyrir um 21. öldina að tilraunastarfsemi með genamengi manneskjunnar muni vaxa og segir að jafnvel muni vera hægt að koma fyrir tölvukubbum í heilum manna. Þegar ég var yngri þá lét ég mig dreyma um að hægt væri að taka inn pillur sem geymdu fróðleik og kunnáttu. Ég var sérstaklega áhugasöm um pillu sem gæti kennt mér dönsku í gegnum meltingarfærin. Kannski mun ég á gamalsaldri geta farið og skipt út dönsku orðabókinni minni fyrir dönskuflögu í heilann minn?

Ég man líka eftir að hafa lesið grein um að bandarískir háskólanemar væru farnir að taka pillur til að auka einbeitingu og afköst í náminu. Þá var ekki verið að tala um koffín eða örvandi eiturlyf sem hafa auðvitað verið notuð árum saman heldur lyf sem verka á starfsemi heilans. Johann Hari skrifar um reynslu sína af lyfinu Provigil.

"That’s when I stumbled across a small story in an American scientific magazine. It said there was a spiky debate across America’s universities about the increasing use by students of a drug called Provigil. It was, they said, Viagra for the brain. It was originally designed for narcoleptics in the seventies, but clinical trials had stumbled across something odd: if you give it to non-narcoleptics, they just become smarter. Their memory and concentration improves considerably, and so does their IQ."

Hari staðfestir virkni lyfsins en segist samt hafa sett pilluboxið upp í hillu að tilrauninni lokinni. Það er eins og honum hafi þótt hálf óþægilegt hve afköstin voru mikil. Lyfið er ennfremur grennandi og hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var búinn að gera hreint í kring um sig og allt var í röð og reglu! Ég hef reynt að finna mér fólk til að koma og þrífa hjá mér án árangurs en ég ætti kannski bara að panta mér eitt pilluglas á netinu og ég geri þetta bara meðfram því að ég innbyrði heilu doðrantana af fróðleik og dæli frá mér efni. Þetta er bara of gott til að vera satt!

Jonah Lehrer er örugglega með fólk til að gera hreint fyrir sig.
"If only intelligence were so easy. Before you run out a get an illicit supply of Provigil, let me remind you that the brain is a precisely equilibrated machine. Even drugs that don't appear to have any negative side-effects - who wouldn't want a more focused brain? - can actually have deleterious consequences. In this case, the tradeoff involves creativity. Some of my friends who relied on crushed Ritalin during college used to joke about how the drugs were great for late-night cramming sessions, but that they seemed to suppress any kind of originality. In other words, increased focus came at the expense of the imagination."

Þarna er hann farinn að tala um Ritalin sem er annað lyf og trúlega er einhver munur á þessum lyfjum. En hver hann er og hvaða máli hann skiptir treysti ég mér ekki til að tala um. En ef það er eitthvað til í því sem hann segir þá er betra að sleppa pilluátinu. Nú þegar er of mikið lagt uppúr því að nemendur í skólum lepji upp gamlan sannleik í stað þess að hugsa upp nýjan.

Hari kemur inn á ójafnræðið sem skapast því að afköstin hljóta að gefa þeim pilluétandi forskot fram yfir hina sem reiða sig á kaffi og svefn. Þetta minnir á umræðuna í sambandi við betablokkara og stressaða tónlistarmenn í prufuspilum. Er það svindl að sumir ná tökum á stressinu með pillum en aðrir með öndunaræfingum og hugleiðslu? Ætti að senda hljóðfæraleikara í lyfjapróf fyrir prufuspil líkt og íþróttamenn fyrir stórleiki? Mér finnst skipta máli að betablokkararnir bæta ekki frammistöðuna heldur draga úr áhrifum stressins sem annars skemmir fyrir hljóðfæraleikurum.

Það er samt eitthvað óhugnanlegt við þetta. Hræddust er ég við genabreytingar því þær deyja ekki endilega með tilraunadýrinu heldur barast þær áfram til komandi kynslóða. Líkaminn er flókið fyrirbæri og erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif inngrip á einn stað hefur á annan stað. Það er til dæmis ekki til það lyf sem heufr bara eina verkun. Ég mun því í bili bara læra og afkasta upp á gamla mátann. Ég komst jú í gegnum dönskukúrsana.
(Myndin er eftir Olaf Hajek)

Ummæli

Vinsælar færslur