Þetta myndband situr fast í mér því mér finnst svo ótrúlegt að þessar hugmyndir hafi ekki náð í gegn, eða hlotið hljómgrunn. Pink rekur niðurstöður margra rannsókna á hvötum og frammistöðu við lausn verkefna. Hvatar eru eitt lykilatriði í hagfræði og kenningum sem tengjast skynsemishyggju eins og rational actor model. Pink tekur dæmi af því sem er kallað The Candle problem og segir frá rannsóknum sem hafa verið gerðar á hvötum og lausn þessa vandamáls. Rannsóknir sýna fram á að verkefnið leysist fyrr séu engin verðlaun í boði, og eftir því sem verðlaunin eru hærri því verr gengur fólki að leysa verkefnið. Hann bendir þó að sé verkefnið sem á að leysa einfalt virki hvatar betur en þegar verkefnið er flókið.
Ég velti því fyrir mér hvort þetta geti tengst því sem er kallað closed mindedness eða hugarlokun. Hugarlokun verður þegar manneskja verður óttaslegin og er hún tengd við íhaldsemi í stjórnmálaskoðunum. Þannig var hægt að þrengja að frelsi fólks í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001 vegna þess að óttaslegið fólkið gekkst undir vald stjórnvalda sem sögðust vera í stríði fyrir það. Óttinn herðir líka á þjóðernishugmyndum og fordómum fyrir hinu óþekkta.
Getur verið að óttinn við að tapa valdi einskonar hugarlokun þegar flókin verkefni eru leyst undir pressu? Þá eigi fólk erfiðara með að sjá verkefnin frá mismunandi sjónarhorni, að meta alla þætti og hafa yfirsýn?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er búið að vera þekkt og vitað í yfir 40 ár en ekkert hlustað. Ég er óttalega hrædd um að það verði ekkert frekar hlustað á Pink.

Mantran er sterk...

Vinsælar færslur